Sölustóri Statista í Skandinavíu og Eystrasaltslöndum

Mikko Pihavaara

Mikko Pihavaara hefur gegnt starfi sölustjóra Statista í Skandinavíu og Eystrasaltslöndum hátt á annað ár.
Mikko er 33 ára og áður en hann kom til Statista starfaði hann sem umboðsmaður fyrir tónlistarfólk en flutti sig síðan til eins stærsta ljósmyndabanka heims þar sem hann var ábyrgur fyrir allri sölu á Norðurlöndum, Balkanlöndum og Afríku. Statista sem er í forystuhlutverki sem einn af stærstu tölfræðigagnagrunnum á heimsvísu hefur að geyma yfir eina milljón tölfræðigagna frá yfir 22.500 gagnabönkum um meira en 80.000 málefni. Með hjálp öflugrar leitarvélabestunar er Statista nú á topp-500-lista yfir mest tengdu vefi í heiminum.