RIMC 2024

Miðar komnir í forsölu. Tryggðu þér miða í forsölu.

Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 26. september nk. en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2004 þannig að RIMC fagnar 20 ára afmæli í ár. Við eigum von á frábærum erindum, en fyrirlesarar koma meðal annars frá TBWA, IKEA, Getty Images, Vodafone, Google og fleirum.

Nánari upplýsingar fljótlega.

RIMC 2024

Allt það nýjasta í stafrænni markaðssetningu
Ráðstefnan verður haldin í 20. sinn, fimmtudaginn 26. september.
Við eigum von á frábærum erindum, en fyrirlesarar koma meðal annars frá TBWA, Ikea, Getty, Vodafone og fleirum.

Nánari upplýsingar fljótlega.

 
 

RIMC er markaðsráðstefna sem enginn má missa af! Bókaðu miða á forsölu í dag, takmarkaður fjöldi miða.

Stafræn markaðssetning á krossgötum

RIMC 2024 verður góð blanda af því sem nýtist hér og nú og því sem framtíðin hefur að geyma. Sem fyrr leggjum við áherslu á það sem er að gerast í heimi stafrænnar markaðssetningar. Fyrirlesararnir taka áhugaverð og fræðandi dæmi um það hvernig tæknin hefur breytt þeirra vinnu og hvernig þeir vinna í dag með gervigreind, snjalltæki, samfélagsmiðla, leitarvélar og aðrar stafrænar markaðsleiðir.

Aðalfyrirlesarar

Danny Sullivan

Public Liaison for Search at Google

Saga Danny Sullivan í heimi stafrænnar markaðssetningar er löng og áhugaverð. Hann er einn af stofnendum Third Door Media sem heldur úti vefsíðum eins og Search Engine Land, Marketing Land og MarTech Today. Þar var hann framkvæmdastjóri og ritstjóri og gegndi lykilhlutverki í að móta innihald og stefnu þessara vörumerkja auk þess sem hann setti á laggirnar viðburði undir vörumerkinu SMX: Search Marketing Expo og MarTech. Víðtæk reynsla Sullivans hefur gert hann að lykilpersónu í stafræna markaðsgeiranum.

Í dag starfar Danny Sullivan sem almannatengill fyrir Google leit, tengiliður milli almennings og þeirra sem starfa hjá Google. Hlutverk hans er að hjálpa notendum Google leitar að skilja betur hvernig Google leit virkar og tryggja að teymið hjá Google heyri og bregðist við til að bæta upplifun þeirra sem nota Google.

Til gamans má geta að árið 2004 var Danny fyrsta val okkar sem fyrirlesari. Hlutir æxluðust þannig að hann komst ekki en kynnti okkur fyrir Chris Sherman sem markaði upphaf RIMC.

Mikko Pietilä

Regional Chief Creative Experience Officer at TBWA\NEXT

Mikko Pietilä er svæðisstjóri hjá TBWA\NEXT. Þar gegnir hann stöðu sem á ensku nefnist Creative Experience Officer (CCXO). Hann leiðir vörumerkjaupplifun og nýsköpunararm TBWA fyrir Norðurlöndin og víðar í Evrópu. Áður var Mikko framkvæmdastjóri skapandi lausna hjá 180 New York en hóf aftur störf hjá TBWA fyrr á þessu ári þar sem hann leggur fyrirtækinu lið með sína einstöku sérfræðiþekkingu á upplifunarmarkaðssetningu.

Undir hans stjórn heldur TBWA\NEXT áfram að hugsa upp og þróa nýstárlega vörumerkjaupplifun innan TBWA-keðjunnar og víðar. Mikko Pietilä er með aðsetur í Helsinki og heyrir þar undir Luke Eid, Global Chief Innovation Officer hjá TBWA, og Sami Tikkanen, forstjóra TBWA\Helsinki og forseta TBWA\Nordic. Hlutverk Mikko undirstrikar hversu alvarlega TBWA tekur nýsköpun og mikilvægi þess að nýta orðspor og þekkingu TBWA í heimi markaðssetningar á krossgötum.

Michael Francello

Head of Generative AI Sales at Getty Images.

Michael Francello tók nýlega við starfi hjá Getty Images sem yfirmaður Generative AI Sales. Þar til á þessu ári var hann framkvæmdastjóri nýsköpunar hjá Shutterstock, sem er leiðandi alþjóðleg efnisveita á sviði skapandi efnis og gegndi þar lykilhlutverki í umbreytingu Shutterstock í alþjóðlega efnisveitu með áherslu á gervigreind.

Michael Francello er mikill áhugamaður um tækni og ver tíma sínum í ráðgjöf og fyrirlestra um það hvernig gervigreind og forrit geta hjálpað fólki og fyrirtækjum að skilja og nýta sér þær krossgötur sem markaðssetning stendur á í dag. Michael (eða „Francello“, eins og flestir kalla hann) er búsettur í Brooklyn NY, með eiginkonu sinni, Rebecca, og kettinum Torche.

Aleyda Solís

CEO and Founder at Orainti

Aleyda Solis er stofnandi og framkvæmdastjóri Orainti sem er fyrirtæki með sérstakan fókus á tískuvörur og vefverslanir þeim tengdar. Hún er í samstarfi við rótgróin vörumerki og sprotafyrirtæki um allan heim til að hjálpa þeim að ná leitarmarkmiðum sínum með leitarvélabestun.

Aleyda er vanur fyrirlesari og talar reiprennandi bæði ensku og spænsku og hefur flutt kynningar á yfir 100 viðburðum í meira en 20 löndum. Hún er höfundur „SEO, Las Claves Esenciales“ og með myndbandaþáttaröð sinni, Crawling Mondays, býður Aleyda ókeypis SEO ráðleggingar. Hún heldur úti fréttabréfinu SEOFOMO sem er með yfir 33.000 áskrifendur og heldur lesendum upplýstum um allt það nýjasta í heimi leitarvélabestunar og stafrænnar markaðssetningar.

Aleyda stofnaði enn fremur LearningSEO.io, sem er alhliða og ókeypis tól til að læra SEO. Árið 2018 var hún kosin leitarpersóna ársins 2018. Hún er meðstofnandi Remoters.net sem er miðstöð fyrir fjarvinnu og býður upp á ókeypis fjarvinnutöflu, verkfæri, leiðbeiningar og fleira til að styðja við starfsfólk í fjarvinnu.

Arnoldo Cabrera

Digital Optimisation Manager at IKEA Group

Arnoldo Cabrera er einn af lykilmönnum IKEA Group í markaðsmálum. Sérhæfing hans er í CRO, SEO og SEM og hann býr að víðtækri reynslu í bæði B2C og B2B markaðssetningu. Arnoldo hefur stjórnað markaðsherferðum á netinu fyrir alþjóðleg vörumerki eins og IKEA, Full Tilt og Secunia með góðum árangri. Viðleitni hans hefur verulega bætt vörumerkjavitund, frammistöðu og upplifun viðskiptavina af þeim vörumerkjum sem hann hefur starfað fyrir.

Arnoldo er margtyngdur, þekktur fyrir vinnusemi, árangursmiðaða nálgun og skarpa viðskiptahæfileika. Hann býr að áratugareynslu, ákaflega vanur fagmaður í stafrænni markaðssetningu sem leggur áherslu á að ná árangri með stefnumótandi hagræðingu og frumlegum stafrænum markaðslausnum.

Nick Wilsdon

CEO of Torque Partnership

Nick Wildson er sérfræðingur í stafrænum markaðsfræðum með yfir 20 ára reynslu í stefnumótun þar sem hann hefur unnið að risaverkefnum fyrir stórar stofnanir og alþjóðleg vörumerki. Hann er m.a. þekktur fyrir yfirgripsmikla sérfræðiþekkingu sína á stafrænum rásum. Í The Drum, Reuters og The Moscow Times kemur fram að hann þykir framúrskarandi í herferðum þvert á miðla, krossmiðlun mætti kalla það, og verkefnum sem lúta að stafrænni umbreytingu fyrirtækja almennt. Hann er enn fremur dómari í UK Search Awards og European Performance Awards.

Nick er sérstaklega sterkur þegar kemur að stefnumótun í stafrænni markaðssetningu og greiningu í flóknum verkefnum. Meðal fyrirtækja sem hann starfar fyrir eru eBay og Vodafone. Hjá því síðarnefnda hefur hann verið í lykilhlutverkum, s.s. SEO Lead fyrir Vodafone Partner Markets þar sem hann byggði upp samstarf rekstraraðila Vodafone í yfir 40 löndum, og SEO Lead fyrir Group Search þar sem hann byggði upp staðla fyrir 24 markaði.

Framlag hans hefur verulega aukið sýnileika Vodafone í stafrænu tilliti og sölu hjá fyrirtækinu.

Skoðaðu listann yfir spennandi fyrirlesara á RIMC 2024

Dagskráin kemur í byrjun ágúst.

Endanleg dagskrá verður birt innan tíðar en nú þegar er kominn glæsilegur hópur fyrirlesara. Misstu ekki af einstöku tækfæri til að fara yfir það sem er að gerast í stafrænni markaðssetningu. Bókaðu miða á forsöluafslætti til 20. ágúst.