Um RIMC

Framundan er ein glæsilegasta Reykjavik Internet Marketing Conference (RIMC) ráðstefna sem haldin hefur verið.  Áhersla verður lögð á „Digitalization of Marketing“.

Eins og venja er hefur verið leitast við að finna fyrirlesara sem fjalla um málefni sem brenna á íslensku markaðsfólki.

RIMC er markaðsráðstefna sem enginn má missa af! Bókaðu strax í dag!

Ráðstefnan mun m.a. fjalla um:

  • Vefstefnumótun og uppsetningu
  • Leitarvélabestun og félagsmiðla (e. search and social)
  • Uppbyggingu efnis á vefsíðum
  • Markaðssetningu í gegnum snjallsíma
  • Blöndun á hefðbundnum markaðssamskiptaleiðum og netmarkaðssamskiptaleiðum
  • Vefgreiningu
  • Auglýsingar á netinu

Ef þú ert meðlimur í ÍMARK eða SVEF þá er hægt að fá auka 20% afslátt!

Fyrir hverja er ráðstefnan?

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja sem hafa áhuga á að sjá og fræðast um þær helstu nýjungar sem hafa orðið til í markaðssetningu á netinu. Einnig er kjörið tækifæri fyrir vef- og markaðsstjóra fyrirtækja að sitja ráðstefnuna því markmið hennar er að auka árangur þeirra sem sækja hana. Einnig er þetta frábær leið til þess að stækka tengslanet sitt en ráðstefnuna sitja margir af helstu stjórnendum fyrirtækja á Íslandi.

Til þess að fá frekari upplýsingar um ráðstefnuna er hægt að senda fyrirspurnir á rimc@rimc.is, eða með því að hringja í síma 540 9500.