Skilmálar

Vinsamlegast athugaðu hvort réttar upplýsingar komi fram á miðunum þínum. Ekki er alltaf hægt að laga mistök við miðakaup eftirá.

Heimili og varnarþing RIMC er í Reykjavík. Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun The Engine Iceland ehf. (RIMC) á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Hægt er að fá miða endurgreiddan allt að tveimur dögum fyrir ráðstefnuna. Ef ósk um endurgreiðslu berst seinna, er miðinn ekki endurgreiddur. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma 510 9000 eða á rimc@rimc.is.

Ef breyting verður einhverra hluta vegna á dagsetningu viðburðar gildir miðinn áfram á nýja dagsetningu. Ef eigendur miðanna komast ekki vegna breyttrar dagsetningar er þeim boðin endurgreiðsla miða.

Aðstandendur viðburðar taka enga ábyrgð á einkamunum miðaeigenda á meðan viðburði stendur.

Geymdu miðann/miðana þína á öruggum stað. Aðgöngumiðinn er rafrænn og hann þarf að sýna, annað hvort útprentaðan eða á skjá snjalltækis við inngang viðburðar.

Komi upp vandamál eða spurningar við pöntun eða greiðslu, vinsamlegast hafið samband í síma 510 9000 eða sendið tölvupóst á rimc@rimc.is.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Sendingar úr kerfi verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. netfang til að útbúa viðeigandi skilaboð til kaupanda. Í þessu tilviki gæti netfang þitt lent á fréttabréfslista The Engine Iceland. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Kaupandi getur alltaf afskráð sig af netfangalistanum.

RIMC er haldin af The Engine Iceland, auglýsingastofu. Ábyrgðaraðili er:

The Engine Iceland ehf.
kt. 680814-0310
VSK-númer 117855
Guðrúnartúni 8
105 Reykjavík
www.theengine.is
rimc@rimc.is
sími 510 9000

1. Hvað kostar inn?

Miðaverðið fyrir RIMC 2019 er 59.900 kr. Meðlimir ÍMARK, SKÝ og SVEF fá 20% afslátt. Hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar á rimc@rimc.is, eða í síma 510 9000.

2. Hvar get ég bókað miða?

Miðasalan fer fram hér.

3. Hverjir fá afslátt?

Samstarfsaðilar og ýmis félagasamtök fá sérstakan afslátt. Meðlimir ÍMARK, SVEF og Sky fá slíkan afslátt.

4. Hvernig bóka ég bás á ráðstefnunni?

Hafðu samband við starfsfólk í gegnum netfangið rimc@rimc.is, eða hringdu í síma 510 9000.

5. Hvenær fer ráðstefnan fram?

Hún fer fram þann 5. apríl 2019, frá klukkan 9:00 til 17:00.

6. Hvar fer ráðstefnan fram?

Á Grand Hótel Reykjavík.

7. Er ráðstefnan eingöngu fyrir fólk með tölvukunnáttu?

Nei, þetta er markaðsráðstefna og höfðar til breiðs hóps fólks með allskonar þekkingu. Hún er fyrir hvern þann sem óskar eftir fleiri heimsóknum á vefsíðu sína og/eða vill öðlast betri þekkingu á markaðssetningu og samskiptum á netinu.

Hannar þú vefsíður? Uppsetning og innihald vefsíðunnar getur haft úrslitaáhrif á fjölda heimsókna frá leitarvélum.

Starfar þú við markaðssetningu á netinu? Þá er þetta rétta ráðstefnan fyrir þig.

Ráðstefnan er auk þess frábær vettvangur til þess að kynnast grunnatriðum í markaðssetningu á netinu, frá fólki í fremstu röð í bransanum. Ef þú telur að internetið gæti gegnt mikilvægu hlutverki í markaðsstarfi í þínu fyrirtæki, þá er þetta ráðstefna fyrir þig!

8. Hverjir tala á RIMC að þessu sinni?

Smelltu á flipann „Fyrirlesarar“ hér að ofan. Mundu að dagskráin getur breyst með skömmum fyrirvara af ófyrirséðum ástæðum, sem við getum ekki tekið ábyrgð á.

9. Hvernig get ég spurt spurninga þegar spekingarnir sitja fyrir svörum?

Þú getur spurt beint eða í gegnum fundarstjóra. Einnig er mögulegt að skrifa spurningar niður og koma þeim til fundarstjóra. Síðast en ekki síst er mögulegt að senda inn spurningar fyrir fram með tölvupósti á rimc@rimc.is, í síma 510 9000 eða í gegnum twitter @RIMConference og er # fyrir RIMC 2019 #RIMC19.

10. Hvað þarf ég að hafa meðferðis?

Ekkert… nema e.t.v. peninga fyrir mat og drykk.

11. Verður boðið upp á eitthvað að borða og drekka?

Já, það verður léttur morgunverður í boði. Kaffi og te verður í boði yfir daginn.

12. Verða einhver hlé á dagskránni?

Já, stutt hlé og hádegishlé.

13. Kokteilboð?

Í lokin verður kokteilboð fyrir ráðstefnugesti. Frábært tækifæri til að hitta fyrirlesarana, kynnast fólki, deila hugmyndum, stækka tengslanet sitt og skemmta sér!

14. Get ég afbókað miða?

Vinsamlega athugaðu miðana þína, hvort réttar upplýsingar komi þar fram. Ekki er alltaf hægt að laga mistök við miðakaup eftirá.

Ef þú vilt afbóka af einhverjum ástæðum, hafðu þá samband við skráningardeild okkar í síma 510 9000 eða rimc@rimc.is, fyrir 30. mars 2019.

Fyrirvari

Mikið hefur verið lagt í að hafa ráðstefnudagskrána sem áreiðanlegasta, en hún getur breyst af ófyrirséðum ástæðum. Þar með talið breyting á fyrirlesurum eða fyrirlestrarefnum með stuttum fyrirvara.

Sækja RIMC lógó

PNG | PDF