VP Marketing, RVshare

Martijn Scheijbeler

Martijn Scheijbeler er framkvæmdastjóri markaðsmála hjá RVshare, fyrirtæki sem gefur fólki kost á að ferðast og skoða heiminn í húsbílum. Hjá RVshare stýrir hann markaðssetningu og hefur umsjón með greiningu gagna. Allt auðvitað með það að markmiði að ná til nýrra viðskiptavina, ásamt því að viðhalda tryggð þeirra og áhuga jafnframt því að sinna uppbyggingu vörumerkisins og vöruþróun.
Fleiri fyrirtæki hafa notið krafta og ástríðu Martijns fyrir stafrænni markaðssetningu en áður en hann hóf störf hjá RVshare stýrði hann leitarvélabestun hjá Postmates, var markaðsstjóri hjá The Next Web og leiddi stafræna markaðssetningu hjá Springest. Í öllum þessum fyrirtækjum var meginverkefnið að fjölga viðskiptavinum ekki síst með því að auka umferð um vefinn og hafa umsjón með gögnum.
Martijn Scheijbeler hefur miklu að miðla og hefur haldið tugi fyrirlestra á ráðstefnum um allan heim. Meðal ráðstefna sem hann hefur flutt erindi á eru Opticon, LOGIN Startup Festival, Growth Marketing Conference og heldur auk þess úti vinsælu bloggi um stafræna markaðssetningu.