Ráðgjafi í alþjóðlegri leitarvélabestun, fyrirlesari og verðlaunarithöfundur

Aleyda Solis

Aleyda Solis er vel þekktur og reynslumikill ráðgjafi í alþjóðlegri leitarvélabestun. Hún veitir persónulega og stefnumótandi ráðgjöf í faginu, ásamt þjálfun og stuðningi gegnum ráðgjafafyrirtæki sitt Orainti. Þar hjálpar hún allt frá fjölþjóðlegum stórfyrirtækjum til sprotafyrirtækja um allan heim að fóta sig í samkeppni og flóknu umhverfi, sem krefst sérsniðinna lausna, djúprar þekkingar, ítarlegra greininga og skalanlegrar nálgunar sem miðar að því að auka lífræna leit.

Hún hlaut titilinn „European Search Personality of the Year 2018“, Forbes taldi hana á topp 10 yfir netmarkaðssérfræðinga sem vert væri að fylgjast með 2015, Entrepreneur setti hana á lista yfir 50 athyglisverðustu netmarkaðsáhrifavaldana 2016 og Hubspot nefndi hana sem eina af 59 kvenkyns markaðs- og vaxtarsérfræðingum sem vert væri að fylgjast með. Þá hafa fjölmiðlar á borð við Huffington Post og Google Partners Podcast birt við hana greinargóð viðtöl.