Stofnandi Biddable Moments

Samantha Noble

Samantha Noble er sérfræðingur í kostaðri umfjöllun (paid media) og hefur unnið í stafrænni markaðssetningu síðan snemma árs 2005, með áherslu á PPC (pay per click) sem hjálpar viðskiptavinum að auka tekjur sínar á netinu.

Eftir mörg ár í faginu hóf hún eigin rekstur 2016 sem ráðgjafi í kostaðri umfjöllun og vinnur með stafrænum markaðssetningarstofum fyrir viðskiptavini sína að slíkum verkefnum. Allt frá mikilvægri stefnumótun og þjálfun í upphafi yfir í eftirfylgni og stjórnun verkefna – sem öll miða að því að auka áhrif og sýnileika viðskiptavinarins og skila framúrskarandi árangri.

Hún hefur flutt fjölda fagfyrirlestra á hinum ýmsu ráðstefnum víðsvegar um heiminn, þar á meðal SearchLove, PubCon, adWorld Experience, Webbdagarna, Ungagged, The Inbounder, SMX, SES, BrightonSEO, RIMC og SearchCongres, svo einhverjar séu nefndar.

Síðan 2015 hefur hún setið í sem dómari fjölmargra fagverðlauna, m.a. UK and US Search Awards, MENA Search Awards, Performance Marketing Awards, DANI Awards and Biddable Media Awards.

Samantha stofnaði félagsskapinn Digital Females, sem nú telur um 750 meðlimi og hefur staðið fyrir 16 viðburðum. Hópurinn var stofnaður til að hrista saman konur sem deila svipaðri hugsun í hinum stafræna markaðssetningargeira, ekki síst til að hvetja þær til dáða og hækka hlutfall kvenna á leiðandi fagráðstefnum í Bretlandi.