Yfirmaður alþjóðlegrar leitarvélamarkaðssetningar hjá LEGO

Luis Navarrete Gómez

Luis Navarreta Gómez er yfirmaður leitarvélamarkaðssetningar hjá LEGO á heimsvísu með sérfræðiþekkingu á tækni og stjórnun. Luis er þekktur fyrir afburða greiningarhæfileika og djúpan skilning á markaðshegðun á netinu og öllu því sem lýtur að stefnumótun í stafrænni markaðssetningu.

Hann er vinsæll fyrirlesari á ráðstefnum um fagið og hefur sinnt dómarastörfum fyrir ýmis verðlaun í þessum geira, m.a. USA Search Awards, Performance Marketing awards, DRUM awards og IPA Awards.

Sérsvið hans eru Digital Marketing, SEO, Paid Search, Display, Audience management, CRM og project management.