Stofnandi og markaðsstjóri Ascending Media

Jon Myers

Jon Myers hefur unnið við stafræna markaðssetningu síðan 1997, fyrst hjá Latidude Digital Marketing sem einn af upphafsmönnum stofunnar. Þá flutti hann sig til MediaVest sem seinna varð Starcom Mediavest og nú Aegis. Síðan hefur leitarvélahópurinn sem hann átti þátt í að setja á fót, stækkað úr 20 manns í um 40.

Í tíð hans sem stjórnarformaður og markaðsstjóri Marin Sotware á EMEA-svæðinu (Europe, Middle East and Africa) tók hann þátt í að stækka fyrirtækið til muna, tvöfalda alþjóðlegar tekjur þess, opna nýjar skrifstofur og þróa vöruframboðið. Hann var auk þess í hópi stjórnenda sem leiddi Marin Sotware á hlutabréfamarkað í mars 2013. Á sama tíma vann fyrirtækið til fjölda verðlauna:

Best PPC Management Software – UK Search Awards 2011, 2013 og 2014
Best PPC Management Software – European Search Awards 2012, 2013 and 2015
Best Use of Search – Finance with Moneysupermarket.com – European Search Awards 2014
Best use of PPC Innovation with Moneysupermarket.com – The DADI Awards 2014

Upp á síðkastið hefur Jon verið ábyrgur fyrir DeepCrawl Global, á tveimur skrifstofum fyrirtækisins í Bretlandi og Bandaríkjunum, og drifið þar áfram aukinn vöxt í öflun tekna, nýrra viðskipta og alþjóðlegrar markaðssetningar. Þar hefur hann einnig unnið til verðlauna, m.a. fyrir besta leitarvélahugbúnað og hlotið titilinn „UK Search Personality of the Year 2017“.

Jon hefur getið sér nafn sem leiðtogi nýrrar hugsunar í heimi stafrænnar markaðssetningar og er vinsæll fyrirlesari um allan heim, auk þess sem hann sest reglulega í dómarasæti í ýmsum keppnum í faginu, bæði í Evrópu og Ameríku. Þá er hann einnig oft fenginn til þjálfa upp og kenna upprennandi markaðsfólki.