Markaðsstjóri Shopify Plus

Hana Abaza

Hana Abaza er markaðsstjóri Shopify Plus og sér um fyrirtækjamarkað netverslunar- og hugbúnaðarrisans Shopify. Hún er allt í senn markaðsmanneskja, tækninörd og frumkvöðull sem elskar allt markaðsferlið, allt frá vöruþróun til markaðssetningar. Hún nýtir hæfileikana í innblásnar tæknilausnir sem hafa það eitt að markmiði að auka vöxt og viðgang viðskiptavina, fjölga notendum og hækka viðskiptahlutfall.

Hún var áður hjá netmarkaðsfyrirtækinu Uberflip á miklu vaxtarskeiði þess fyrirtækis. Hana er vinsæll fyrirlesari á markaðsráðstefnum og hefur talað m.a. á Traction, MP B2B Forum, Content Marketing Conference og fleirum.

Þá hefur hún einnig stýrt vinsælum hlaðvarpsþáttum, Flip the Switch, þar sem hún fjallar um markaðssetningu og vöxt og fær í viðtal til sín marga af greindustu hugsuðum markaðssetningarbransans.